Þóra valin leikmaður ársins í Noregi

Þóra B. Helgadóttir í leik með Kolbotn.
Þóra B. Helgadóttir í leik með Kolbotn. Heimasíða Kolbotn

Þóra B. Helgadóttir landsliðsmarkvörður og leikmaður norska liðsins Kolbotn var í kvöld útnefndur besti leikmaður í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af leikmönnum deildarinnar í hófi sem norsku leikmannasamtökin stóðu fyrir.

Þóra fékk tvenn verðlaun á hófinu í kvöld. Hún var valinn besti leikmaður deildarinnar, Toppserien, og þá var hún valinn leikmaður ársins í kvennaflokki. Þá er Þóra að sjálfsögðu í ársins.

Þóra átti frábært tímabil með Kolbotn-liðinu en hún gekk í raðir þess í vor og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum. Þóra var tilnefnd ásamt Isabell Herlovsen úr Kolbotn og Lise Klaveness, Stabæk, og hafði Þóra betur gegn norsku landsliðskonunum.

,,Þetta er mesta viðurkenning sem ég hef fengið á ferlinum og ég er í hálfgerðu sjokki. Þessu bjóst ég alls ekki við þessu en þetta er mikil viðurkenning fyrir mig,“ sagði Þóra við mbl.is í kvöld.

Nánar verður fjallað um afrek Þóru í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert