Margrét Lára með á laugardaginn?

Margrét Lára er markahæst í kvennalandsliðinu frá upphafi.
Margrét Lára er markahæst í kvennalandsliðinu frá upphafi. mbl.is

Margrét Lára Viðarsdóttir lék allar 90 mínúturnar þegar lið hennar Kristianstad tapaði 3:0 gegn Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Það má því reikna með að hún geti spilað þegar Ísland mætir Frakklandi í undankeppni HM á laugardaginn.

Margrét Lára hefur átt við þrálát meiðsli að stríða en leikurinn í dag átti að vera prófsteinn á það hvort hún yrði tilbúinn að spila landsleikinn mikilvæga.

Leikurinn í dag var einnig fyrsti leikur Kristianstad eftir verkfall sem liðið fór í vegna vangoldinna launa.

Guðný Björk Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir léku einnig allan leikinn í dag. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert