Elmar, Gunnar og Hermann í hópnum

Theódór Elmar Bjarnason er í landsliðinu á ný.
Theódór Elmar Bjarnason er í landsliðinu á ný. AP

Þeir Theódór Elmar Bjarnason, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Hermann Hreiðarsson koma allir inní landsliðshóp Íslands í knattspyrnu eftir nokkurt hlé en Ólafur Jóhannesson tilkynnti í dag 22 manna hóp fyrir leikinn gegn Portúgal á Laugardalsvellinum 12. október.

Þá koma Jónas Guðni Sævarsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Ólafur Páll Snorrason, Helgi Valur Daníelsson og Guðjón Baldvinsson inní hópinn, ásamt Eiði Smára Guðjohnsen.

Sem kunnugt er gat Ólafur ekki valið leikmenn úr 21-árs landsliðinu en sjö leikmenn þaðan léku gegn Danmörku og Noregi. Þá eru Brynjar Björn Gunnarsson og Sölvi Geir Ottesen meiddir.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Árni Gautur Arason (Odd Grenland)
Gunnleifur Gunnleifsson (FH)

Varnarmenn:
Hermann Hreiðarsson (Portsmouth)
Indriði Sigurðsson (Viking)
Kristján Örn Sigurðsson (Hönefoss)
Grétar Rafn Steinsson (Bolton)
Birkir Már Sævarsson (Brann)
Bjarni Ólafur Eiríksson (Stabæk)
Ragnar Sigurðsson (IFK Gautaborg)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)

Miðjumenn:
Helgi Valur Daníelsson (AIK)
Ólafur Ingi Skúlason (SönderyskE)
Theódór Elmar Bjarnason (IFK Gautaborg)
Jónas Guðni Sævarsson (Halmstad)
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Steinþór Freyr Þorsteinsson (Örgryte)
Ólafur Páll Snorrason (FH)

Sóknarmenn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Stoke)
Heiðar Helguson (QPR)
Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Fredrikstad)
Guðjón Baldvinsson (KR)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert