Zlatan fann Íslending í garðinum og sendi hann til AC Milan

Zlatan Ibrahimovic fann Erik Kristjánsson í garðinum hjá sér og …
Zlatan Ibrahimovic fann Erik Kristjánsson í garðinum hjá sér og sendi hann til AC Milan. Reuters

Erik Kristjánsson, 16 ára gamall fótboltamaður frá Malmö, var í vinnunni með pabba sínum Gísla Kristjánssyni í Malmö í dögunum og í kjölfarið endaði íslenski fótboltamaðurinn hjá ítalska stórliðinu AC Milan.

Hvernig stendur á því? Jú, faðir hans Eriks var að vinna við húseign sænska landsliðsmannsins Zlatan Ibrahimovic í Malmö – framherjinn heillaðist af hæfileikum Erik og hringdi í kjölfarið í forráðamenn AC Milan.

„Zlatan tók upp símann, og hringdi niður til Ítalíu. Þeir spurðu hann hvar hann hefði fundið strákinn og hann svaraði „í garðinum mínum.“ Zlatan sagði síðan við Erik að hann þyrfti að fara heim og pakka niður. „Þú ferð til Mílanó á morgun,“  segir Gísli í viðtali við dagbladið Sydsvenskan.

Erik fór til AC Milan á mánudag. „Lífið mitt snýst um fótbolta, og þetta er stærsta tækifærið sem ég hef fengið. Ég trúði því ekki að þetta væri að gerast, þegar Zlatan sagði að ég væri að fara til Mílanó. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er bara tækifæri og það mun kannski ekkert gerast í framhaldinu. Ég fæ reynslu og kannski mun ég vekja áhuga hjá öðrum liðum ef þetta gengur ekki upp,“  segir Erik í viðtali við sama blað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert