Portúgal hafði betur í Laugardalnum

Birkir Már Sævarsson í baráttu við leikmenn Portúgals á Laugardalsvellinum …
Birkir Már Sævarsson í baráttu við leikmenn Portúgals á Laugardalsvellinum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Ísland og Portúgal mættust í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu á Laugardalsvellinum klukkan 19.45. Portúgal sigraði 3:1 og hafði 2:1 yfir í hálfleik. Cristiano Ronaldo skoraði á 3. mínútu en Heiðar Helguson jafnaði fyrir Ísland. Raúl Meireles kom Portúgölum yfir á ný á 27. mínútu og Helder Postiga skoraði þriðja markið á 72. mínútu. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson - Grétar Rafn Steinsson, Ragnar Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson, Indriði Sigurðsson - Birkir Már Sævarsson, Helgi Valur Daníelsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Ólafur Ingi Skúlason,  Theódór Elmar Bjarnason - Heiðar Helguson.

Varamenn: Árni Gautur Arason, Hermann Hreiðarsson, Veigar Páll Gunnarsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Matthías Vilhjálmsson, Jónas Guðni Sævarsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson.

Lið Portúgals: Eduardo - Pepe, Joao Pereira, Fábio Coentrao, Ricardo Carvalho, Cristiano Ronaldo, Joao Moutinho, Raúl Meireles, Nani, Hugo Almeida, Carlos Martins.

Varamenn: Beto, Bruno Alves, Danny, Paulo Machado, Silvestre Varela, Tiago, Hélder Postiga.

Ísland ka. 1:3 Portúgal opna loka
90. mín. Tveimur mínútum er bætt við leiktímann.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert