Ólafur velur landsliðshóp - Eiður ekki í liðinu

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari. Eggert Jóhannesson

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari í knattspyrnu hefur valið landsliðið sem mætir Ísrael í vináttuleik sem háður verður í Tel Aviv í Ísrael 17. þessa mánaðar. Athygli vekur að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í liðinu.

Spurður hvers vegna Eiður hefði ekki verið valinn sagði Ólafur; ,,Ég ákvað að gefa yngri leikmönnum tækifæri að þessu sinni enda þurfa þessir strákar á svona leikjum að halda,“ sagði Ólafur við mbl.is.

Heiðar Helguson tilkynnti forföll en hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur og hefur ekki getað spilað síðustu leiki með QPR.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:

Gunnleifur Gunnleifsson, FH
Árni Gautur Arason, Odd Grenland

Varnarmenn:

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Indriði Sigurðsson, Viking
Kristján Örn Sigurðsson, Hönefoss
Grétar Rafn Steinsson, Bolton
Birkir Már Sævarsson, Brann
Ragnar Sigurðsson, Gautaborg
Sölvi Geir Ottesen, FC Köbenhavn

Miðjumenn:

Aron Einar Gunnarsson, Coventry
Ólafur Ingi Skúlason, SönderjyskE
Rúrik Gíslason, OB
Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
Birkir Bjarnason, Viking
Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim

Sóknarmenn:

Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar
Alfreð Finnbogason, Breiðabliki

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert