Nokkur forföll gegn Noregi og Kýpur

Gylfi Þór Sigurðsson er að jafna sig af meiðslum.
Gylfi Þór Sigurðsson er að jafna sig af meiðslum. mbl.is/Hilmar Þór

Útlit er fyrir nokkur forföll í íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu vegna meiðsla, fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur sem fram fara á föstudag og þriðjudag.

Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru nær örugglega úr leik en þeir hafa ekkert spilað með liðum sínum vegna meiðsla að undanförnu. Þá er líklegt að tveir af reyndustu leikmönnum liðsins, Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson, verði einnig fjarri góðu gamni.

Ólafur Jóhannesson valdi 23 leikmenn fyrir leikina tvo en Kristján Örn Sigurðsson missir af Noregsleiknum vegna leikbanns. Það má því búast við að tveimur til þremur verði bætt í hópinn áður en liðið heldur til Noregs á morgun. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert