Ísland upp um 17 sæti á heimslista FIFA

Ólafur Jóhannesson og hans menn hækka sig um 17 sæti.
Ólafur Jóhannesson og hans menn hækka sig um 17 sæti. mbl.is/Eggert

Karlalandslið Íslands í knattspyrnu hækkar sig um 17 sæti á heimslista FIFA sem gefinn var út í morgun og er nú í 107. sæti af 207 þjóðum en var í 124. sæti í síðasta mánuði.

Ísland fer upp um þrjú sæti innan Evrópu og er nú í 45. sæti í álfunni en var í 48. sætinu. Þar fer íslenska landsliðið uppfyrir Liechtenstein, Moldóvu og Færeyjar, en Færeyingar féllu úr 111. sæti listans og niður í 125. sætið.

Kýpur, sem tapaði fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum, féll úr 76. sæti og niður í 86. sæti og er í 41. sæti í Evrópu.

Portúgalar, sem taka á móti Íslendingum í Porto 7. október, lyfta sér upp í 4. sætið á listanum en voru í 7. sætinu í síðasta mánuði.

Norðmenn falla um ellefu sæti og eru nú í 23. sæti en voru í 12. sæti í ágúst.

Spánverjar velta Hollendingum úr efsta sæti listans á ný en staða efstu þjóða er þessi:

1. Spánn (+1)
2. Holland (-1)
3. Þýskaland
4. Úrúgvæ (+1)
5. Portúgal (+3)
6. Ítalía (+1)
7. Brasilía (-1)
8. England (-4)
9. Króatía (+1)
10. Argentína (-1)
11. Grikkland (+3)
12. Frakkland (+3)
13. Rússland
14. Síle (-3)
15. Japan
16. Fílabeinsströndin (-1)
17. Danmörk (+4)
18. Sviss (+12)
19. Ástralía (+3)
20. Mexíkó
21. Serbía (+8)
22. Bosnía (+17)
23. Noregur (-11)
24. Paragvæ (+1)
25. Svíþjóð (-7)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert