Bað hann ekki um þetta

Kári Árnason, fyrir miðju, í leik með Aberdeen gegn Celtic.
Kári Árnason, fyrir miðju, í leik með Aberdeen gegn Celtic. Reuters

Craig Brown, knattspyrnustjóri skoska úrvalsdeildarfélagsins Aberdeen, fer fögrum orðum um Kára Árnason, leikmann liðsins, í skoskum fjölmiðlum. Þar sagðist hann meðal annars eiga von á símtali frá nýráðnum landsliðsþjálfara Íslands, Lars Lagerbäck.

Kári hefur leikið 17 landsleiki fyrir Íslands hönd en kom aðeins við sögu í einu leik á þeim fjórum árum sem Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari.„Ég bað hann ekki að segja þetta,“ sagði Kári Árnason þegar Morgunblaðið hafði samband við hann vegna ummæla Brown sem ætti að hafa eitthvert vit á landsliðsmálum. Hann þjálfaði skoska landsliðið í um áratug frá árinu 1993 og þar á undan U-21 árs lið Skota.

Rætt er við Kára í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert