Björn Bergmann með sigurmark undir lokin

Björn Bergmann er að fara á kostum í Noregi.
Björn Bergmann er að fara á kostum í Noregi. lsk.no

Björn Bergmann Sigurðarson, framherji norska liðsins Lilleström, var hetja sinna manna í dag er þeir lögðu Sogndal í norsku úrvalsdeildinni, 1:0.

Björn skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu og tryggði Lilleström gríðarlega mikilvægan sigur. Hann er nú búinn að skora sjö mörk í síðustu fjórum leikjum liðsins.

Fyrr í dag var greint frá því að Ståle Solbakken, nýráðinn knattspyrnustjóri Úlfanna á Englandi, ætlaði sér að kaupa Björn Bergmann fyrir þrjár milljónir punda í sumar. 

Þetta mark hefur án efa ekki gert neitt til að minnka áhuga Ståle á Birni en hann hefur verið sjóðheitur í Noregi að undanförnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert