Óvíst með Hjálmar

Hjálmar Jónsson í baráttu við sóknarmann Elfsborgar.
Hjálmar Jónsson í baráttu við sóknarmann Elfsborgar. Ljósmynd/Heimasíða Gautaborgar

Hjálmar Jónsson, reyndasti varnarmaðurinn í íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu, fór meiddur af velli eftir 8 mínútna leik í gærkvöld þegar lið hans, IFK Gautaborg, gerði jafntefli, 1:1, við GAIS í nágrannaslag í sænsku úrvalsdeildinni.

Brotið var illa á Hjálmari með þessum afleiðingum. Ekki lá ljóst fyrir í gærkvöld hvort Hjálmar þyrfti að draga sig úr landsliðshópnum en Ísland leikur við Frakkland í Valenciennes á sunnudaginn og gegn Svíum í Gautaborg, heimaborg Hjálmars, þremur dögum síðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert