Jón Daði skoraði á afmælisdaginn sinn

Jón Daði Böðvarsson skoraði á afmælisdegi sínum.
Jón Daði Böðvarsson skoraði á afmælisdegi sínum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, skoraði í 4:0 sigri liðsins á Álasundi í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn kom inná sem varamaður á 65. mínútu leiksins, en hann skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Indriði Sigurðsson lék þá allan leikinn í liði Viking, en Steinþór Freyr Þorsteinsson sat allan tímann á bekknum.

Daníel Leó Grétarsson kom inná sem varamaður í liði Álasunds, en hann spilaði síðustu fjórar mínútur leiksins.

Jón Daði er 23 ára gamall í dag og ákvað hann því að gera vel við sig og gefa sjálfum sér mark í afmælisgjöf.

Viking er í 3. sæti norsku deildarinnar með 19 stig eftir fyrstu tíu leikina.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að sjá markið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert