Blatter er ekki hættur

Sepp Blatter á fundinum í dag.
Sepp Blatter á fundinum í dag. AFP

Sepp Blatter er ekki hættur sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, þó hann hafi sagt af sér embættinu, en hann mun gegna því þar til eftirmaður hans verður kjörinn.

Boðað verður til nýs þings til að kjósa eftirmann hans og samkvæmt upplýsingum frá FIFA verður það haldið einhvernn tíma á bilinu frá desember 2015 til mars 2016.

Blatter verður því við stjórnvölinn hjá sambandinu næstu sex til átta mánuðina. Á vef FIFA segir að hann muni halda áfram sínum störfum til þess tíma.

Hann hafi jafnframt boðað mikilvæga áætlun um endurbætur en henni muni stýra Dominico Scala, Svisslendingur með ítalskt ríkisfang, sem er formaður fjárhagseftirlitsnefndar FIFA.

Frétt mbl.is: Sepp Blatter segir af sér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert