Óstöðvandi Zlatan

Zlatan Ibrahimovic skorar eitt marka sinna í gær.
Zlatan Ibrahimovic skorar eitt marka sinna í gær. AFP

Svínn Zlatan Ibrahimovic átti þátti í öllum fjórum mörkum Paris Saint Germain í öruggum sigri liðsins gegn Reims í efstu deild Frakklands í knattspyrnu, Ligue 1. Leikið var í París á Parc des Princes. Lokatölur urðu 4:1 en Zlatan skoraði tvö mörk og lagði upp tvö. 

Fyrst skoraði Gregory van der Wiel eftir stoðsendingu Zlatans sem bætti því næsta við. Edinson Cavani skoraði þriðja markið en fjórða markið skoraði Zlatan þegar hann tók boltann á lofti og hamraði í netið.

Parísarliðið kom sér þar með í 27 stiga forskot á toppi deildarinnar þar sem liðið hefur 73 stig eftir 27 umferðir af 38 en liðið er enn taplaust.

Mónakó er í 2. sæti en liðið vann botnlið Troyez 3:1. Mónakó hefur 49 stig. Næstir koma Nice með 41 stig.

Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Nantes hafa 39 stig eftir 26 leiki.

Fjórða markið hjá Zlatan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert