Gott að fá hrós frá Solskjær

Aron Sigurðarson skoraði í gær.
Aron Sigurðarson skoraði í gær.

„Það er gott að fá hrós frá Ole Gunnar Solskjær en það gerir voðalega lítið fyrir mig. Ég er ekki að velta mér upp úr því sem aðrir eru að segja, hvort sem það eru góðir eða slæmir hlutir,“ sagði knattspyrnumaðurinn Aron Sigurðarson við Morgunblaðið í gær, eftir að hafa skorað frábært mark í fyrsta leik sínum sem atvinnumaður, með Tromsö í norsku úrvalsdeildinni.

Liðið gerði 1:1-jafntefli við meistarakandídatana í Molde á útivelli, og eftir leik sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, ljóst að Tromsö hefði gert „kjarakaup“ þegar félagið fékk Aron frá Fjölni í vetur.

„Þetta hefur farið ágætlega af stað. Það var fínt að fá fyrsta leik á móti Molde sem eru með eitt besta lið í deildinni og eru taldir líklegir til að vinna deildina, og ná jafntefli á sterkum útivelli,“ sagði Aron, sem skoraði einnig tvö stórglæsileg mörk í æfingaleik gegn Brann fyrir skömmu. Nú þegar er rætt um að Aron muni standa stutt við í Noregi:

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert