Yfirlýsing frá umboðsmanni Ronaldo

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Eins og mbl.is greindi frá í kvöld er Cristiano Ronaldo sakaður um að hafa nauðgað konu og borgað henni rúmar 40 milljónir króna til að þagga niður í henni. Nú hefur komið yfirlýsing frá umboðsmanni Portúgalans, þar sem hann harðneitar ásökununum. 

„Þetta er ekkert nema skáldskapur. Það hefur ekkert fórnarlamb stigið fram og Ronaldo mun fara alla leið til að sanna sakleysi sitt. Þessar fréttir eru hreinn viðbjóður og algjörlega fáránlegt," stóð í yfirlýsingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert