Kom dæmdum afbrotamönnum til varnar

Memphis Depay.
Memphis Depay. AFP/Robin van Lonkhuijsen

Hollenski knattspyrnumaðurinn Memphis Depay kom dæmdum afbrotamönnum til varnar í viðtali. 

Var hann til viðtals við hollenska miðilinn nos. Þar sagði Hollendingurinn að leikmennirnir Quincy Promes, Dani Alves og Benjamin Mendy væru aðrir en sagt er frá í fjölmiðlum. 

„Sá Quincy Promes sem ég þekki er ekki sá sem þið lesið um. Hann mun ávallt vera vinur minn. Ég styð ekki það sem hann gerði en ég mun ekki snúa baki mínu við hann. 

Ég kem ekki frá auðveldu umhverfi. Ef fólk les bókina mína munu þau skilja þetta. Dani Alves og Benjamin Mendy eru einnig vinir mínir,“ sagði Depay. 

Dæmdir í fangelsi

Promes, sem leikur með Spartak Moskvu í Rússlandi, var dæmdur í sex ára fangelsi í Hollandi fyr­ir aðild sína að smygli á meira en einu tonni af kókaíni í gegn­um höfn­ina í Antwerp í Belg­íu. Á síðasta ári var hann dæmd­ur í eins og hálfs árs fang­elsi fyr­ir að stinga fjöl­skyldumeðlim.

Dani Alves var þá dæmdur í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi eft­ir að hafa verið fund­inn sek­ur um kyn­ferðis­brot.

Þá er Benjamin Mendy laus allra mála en hann var sýknaður af ákærum gegn sér um nauðgun og tilraun til nauðgunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert