Alves dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi

Dani Alves í dómsalnum.
Dani Alves í dómsalnum. AFP/Jordi Borras

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Dani Alves var í dag dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um kynferðisbrot. 

Hæstiréttur Katalóníu dæmdi hann sekan um kynferðisbrot gegn konu á skemmtistað í Barcelona árið 2022. Er honum einnig gert að greiða konunni 150.000 evrur. 

Brasilíumaðurinn var handtekinn í janúar árið 2023. Hann hefur verið í haldi síðan og var beiðni hans um tryggingu hafnað. 

Alves má áfrýja dómnum.

Al­ves full­yrti að hann hafi hitt kon­una sem hann er dæmdur fyrir að hafa brotið á á skemmti­stað í Barcelona í lok árs 2022. Þau hafi farið sam­an á sal­erni á staðnum og stundað kyn­líf, með samþykki beggja að hans sögn.

Sak­sókn­ari spurði Al­ves beint hvort hann hefði þvingað kon­una til sam­ræðis, líkt og hún bar vitni um á mánu­dag.

„Aldrei nokk­urn tím­ann. Ég er ekki þannig mann­eskja. Ég er ekki of­beld­ismaður,“ svaraði Al­ves fyrr í þessum mánuði.

Neitaði að hafa hitt konuna

Al­ves neitaði upp­haf­lega að hafa hitt kon­una sem kærði hann fyr­ir nauðgun til þess að reyna að vernda hjóna­band sitt við eig­in­konu sína, Joönu Sanz. Þau eru skil­in að borði og sæng.

Bras­il­íumaður­inn breytti síðar framb­urði sín­um á þann veg að hann hafi haft sam­ræði við kon­una á skemmti­staðnum með samþykki henn­ar.

Gerði garðinn frægan með Barcelona

Dani Alves lék yfir 400 leiki á sínum tíma með Barcelona. Þá vann hann deildina margoft og Meistaradeildina þrisvar. Lék hann einnig með Sevilla, Juventus og París SG. 

Alves lék þá 123 landsleiki fyrir brasilíska landsliðið. Síðast lék hann með Pumas í Mexíkó. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert