Lenka Ptácníková Norðurlandameistari í skák

Lenka Ptácníková er til hægri á myndinni sem var tekin …
Lenka Ptácníková er til hægri á myndinni sem var tekin í dag.

Lenka Ptácníková sigraði norska skákkonuna Torill Skytte (1999) í 11. og síðustu umferð Norðurlandsmótsins í skák, sem fram fór í morgun. Með sigrinum tryggði Lenka sér titilinn Norðurlandameistari kvenna í skák og heldur því titlinum sem hún hlaut í Finnlandi 2005. Lenka var taplaus á mótinu og hlaut 9,5 vinning í 11 skákum.

Röð efst manna:

1. Lenka Ptácníková (2239) 9,5 v. af 11
2. Christin Andersson (2139), Svíþjóð, 9 v.
3.-4. Svetlana Agrest (2276), Svíþjóð, og Oksana Vovk (2164), Danmörku 7 v.
5. Inna Agrest (2085), Svíþjóð, 6,5 v.
6. Silja Bjerke (2196), Noregi, 5,5 v.

Þetta er í sjötta sinn sem íslensk kona verður skákmeistari Norðurlanda. Guðlaug Þorsteinsdóttir hampaði titlinum 1975, 1977 og 1979 og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir árið 1981 en svo var 24 ára hlé þar til Lenka hampaði titlinum árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert