Ísland í 41. sæti á EM í borðtennis

Guðmundur E. Stephensen.
Guðmundur E. Stephensen. mbl.is/hag

Karlalandslið Íslands í borðtennis varð í 41. sæti á Evrópumóti landsliða sem haldið er í Stuttgart í Þýskalandi. Ísland beið lægri hlut fyrir Hollendingum, 3:0, í lokaleik sínum í riðlakeppninni og spilað um 41.-44 sæti þar sem það hafði betur gegn Kósóvó, 3:1 og Aserbaídsjan, 3:1.

Íslenska liðið skipuðu þeir Daði Freyr Guðmundsson, Guðmundur E. Stephensen, Magnús K. Magnússon og Richard H. Magnason.

Í dag hefst keppni í einliða- og tvíliðaleik á mótinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert