Helga Margrét hljóp á 14,95 sek í fyrstu grein

Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir. mbl.is/Ómar

Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni hóf keppni í sjöþraut í morgun á heimsmeistaramótinu í Barcelona á Spáni. Hún hljóp 100 metra grindahlaup á 14,95 sekúndum og varð sjöunda í sínum riðli.

Helga var töluvert langt frá sínum besta árangri sem er 14,19 sekúndur. Á HM unglinga í Kanada á dögunum hljóp hún á 14,39 sekúndum sem er besti árangur hennar á þessu ári. 

Að lokinni fyrstu grein er Helga í 25. sæti af alls 26 keppendum, með 848 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert