Páll Tómas bestur á EM í andspyrnu

Páll Tómas með boltann í leik gegn Finnlandi á EM, …
Páll Tómas með boltann í leik gegn Finnlandi á EM, sem Ísland vann. Ljósmynd/Aurélie Le Neves

Akureyringurinn Páll Tómas Finnsson var útnefndur besti leikmaður nýafstaðins Evrópumeistaramóts í andspyrnu (áströlskum fótbolta). Þetta er frábær viðurkenning fyrir Pál sem og íslenska andspyrnu.

Auk Páls var Leifur Bjarnason valinn í úrvalslið keppninnar.

Ísland tapaði síðasta leik sínum í mótinu gegn Króatíu, 125:83, og varð því í 6. sæti. Páll Tómas og Valdimar Gunnarsson voru markahæstir Íslendinga en þeir skoruðu fjögur mörk hvor í leiknum.

Írar urðu Evrópumeistarar eftir sigur á Dönum í æsispennandi úrslitaleik, 68:51, og Svíar urðu í 3. sæti eftir sigur á Bretum, 39:29.

Hægt er að lesa sér til um andspyrnu með því að smella hér, og allar nánari upplýsingar um íþróttina hér á landi má sjá á andspyrna.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert