Tvö gull og átta verðlaun í Stokkhólmi

Karatelandsliðið sem keppir í Stokkhólmi.
Karatelandsliðið sem keppir í Stokkhólmi.

Íslenska karatefólkið var sigursælt á fyrri keppnisdeginum á Stockholm Open í Svíþjóð í dag og vann sér inn tvenn gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og fern bronsverðlaun.

Davíð Freyr Guðjónsson úr Breiðabliki hlaut gull í kata svartbeltara 14-15 ára og að auki brons í -57 kg flokki í kumite.

Hópkatalið Þórshamars, Breki, Bogi og Eiríkur Örn, fékk gull í flokki 11-13 ára.

Heiðar Benediktsson úr Breiðabliki fékk silfur í kata svartbeltara 14-15 ára og brons í -57 kg flokki í kumite.

Karl Friðrik Schiöth úr Breiðabliki fékk brons í kata brúnbeltara 14-15 ára.

Pétur Stefánsson úr Þórshamri fékk silfur í kata 14-15 ára með rautt-fjólublátt belti og Agnar Þór Óskarsson úr Þórshamri fékk brons í sama flokki.

Á morgun er keppt í flokki 16-17 ára og flokki 18 ára og eldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert