Armenar og Rússar unnu ólympíuskákmótið

Teflt. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Teflt. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Armenar urðu í dag ólympíumeistarar í opnum flokki ólympíuskákmótsins. Rússar urðu ólympíumeistarar í kvennaflokki. Bæði íslensku liðin unnu í lokaumferð ólympíuskákmótsins, sem fram fór í Istanbúl í Tyrklandi. 

Íslenska liðið í opnum flokki endaði í 47. sæti (raðað fyrirfram í 51. sæti) og í 4. sæti Norðurlandaþjóðanna.  Íslenska kvennaliðið endaði í 51. sæti (raðað fyrirfram í 62. sæti) og varð efst Norðurlanda í kvennaflokki og er þar með óopinber Norðurlandameistari, að því er fram kemur á skákfréttavefnum Skák.is.

156 lið tóku þátt í opnum flokki og var íslenska liðið (Ø-2490) talið það 51. sterkasta miðað við meðalstig.  Í kvennaflokki voru þátttökuþjóðirnar 125 og var Ísland (Ø-1989) talið það 62. sterkasta. 

Nánar um ólympíuskákmótið á Skák.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert