Verkfall flugmanna hefur áhrif víða

Norðurlandamót drengja í áhaldafimleikum fer fram á morgun.
Norðurlandamót drengja í áhaldafimleikum fer fram á morgun. Árni Sæberg

Vegna verkfalls flugmanna hjá Icelandair gat finnska fimleikaliðið ekki ferðast til landsins í gær eins og fyrirhugað var.  Vegna þessa var ákveðið að fresta keppni á Norðurlandamóti drengja í áhaldafimleikum til morguns.

Gefin hefur verið út breytt keppnisáætlun mótsins sem fram fer í Íþróttamiðstöðinni Björk. Finnarnir áttu að koma í gær en lenda þess í stað í dag. Vegna þessa var ákveðið að fresta keppni í einstaklings- og liðakeppni fram á sunnudagsmorgun, en þá munu úrslit í keppni á áhöldum einnig ráðast.  

Mótið mun því ekki fara fram laugardaginn 10. maí eins og fyrirhugað var heldur mun allt mótið fara fram í einum hluta á sunnudeginum 11. maí. Mótið hefst klukkan 9:50 og kostar þúsund krónur inn en börn yngri en 14 ára fá frítt.

Þess má geta að næsti samn­inga­fund­ur í viðræðum um kjör flug­manna hef­ur verið boðaður á mánu­dag í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara.

Finnska liðið komst ekki til landsins vegna verkfalls flugmanna Icelandair.
Finnska liðið komst ekki til landsins vegna verkfalls flugmanna Icelandair. mbl.is/Jón Pétur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert