María sigraði í Svíþjóð

María Guðmundsdóttir.
María Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson

María Guðmundsdóttir landsliðskona í alpagreinum vann í dag góðan sigur á alþjóðlegu svigmóti í Idre í Svíþjóð.

María, sem  var þrettánda í rásröðinni, sigraði á 1:29,43 mínútu og var 1,21 mínútu á undan Helenu Rapaport frá Svíþjóð. Lisa Lifvendahl frá Svíþjóð var þriðja en flestallir keppendur á mótinu voru sænskir.

Auður Brynja Sölvadóttir, Thelma Rut Jóhannsdóttir og Rannveig Hjaltadóttir voru einnig á meðal þátttakenda en engin þeirra lauk keppni. Aðeins 29 keppendur af 67 náðu að ljúka keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert