„Þetta er rugl“

Íslensku stuðningsmennirnir á Alli­anz Ri­viera-leik­vanginum í Nice voru orðlausir og vissu raunar ekki sitt rjúkandi ráð eftir sögulegan sigur Íslands á Englendingum í sextán liða úrslitum EM í knattspyrnu í kvöld.

Blaðamaður mbl.is ræddi við nokkra stuðningsmenn strax eftir leik, þar á meðal Ólaf Stefánsson, fyrrverandi handboltastjörnu, sem sagði upplifunina ótrúlega. „Þetta var eins og maður væri að spila sjálfur,“ sagði hann.

Hann hrósaði landsliðinu og sagði leikmennina hafa staðið sig frábærlega. Þeir hafi verið klókir, haldið niðri tempóinu en að sama skapi skapað sér fjölmörg færi. „Þetta var „awesome“ leikur. Þetta er rugl.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert