Faglegri vinna á að leiða til betri afreka

Þórdís Gísladóttir, doktor í íþróttafræði, var ein þeirra fjögurra sem sátu í vinnuhóp um endurskoðun á Afrekssjóði ÍSÍ en hópurinn kynnti skýrslu sína í gær. Mbl.is ræddi við Þórdísi um skýrsluna. 

„Við erum að leggja fram að Afrekssjóður geri meiri mun á afrekum. Að mestur hluti fjármagnsins fari í þau sérsambönd sem eru að stunda afreksstarf en engu að síður gerum við okkur grein fyrir því að lítil sambönd þurfa á grunnstyrkjum að halda til að halda úti sínu starfi. Helsta breytingin er sjálfstæði Afrekssjóðsins, meiri faglegri vinna bæði fyrir ÍSÍ og sérsamböndin, sem á svo að leiða til betri afreka. Fjármagnið var sett fram til að búa til meiri afreksmenn og þannig unnum við skýrsluna, og okkar tillögur, að til lengri tíma litið yrði hér massívara og betra afreksstarf,“ sagði Þórdís meðal annars við mbl.is og hún telur mikilvægt að ekki verði hróflað mikið við skýrslunni þegar hún verður tekin fyrir á vettvangi ÍSÍ því í henni sé ákveðið samhengi.

„Við höfum lagt mikið í þessa vinnu og reyndum að setja fyrir öll göt og setja svolítið skýrar áherslur fyrir hvern flokk svo fólk geti séð það. Þetta er afraksturinn og við teljum að við séum að leggja fram heildstæða stefnu. Þegar fólk les skýrsluna í heild sinni þá sér það að svo er. Það verður örugglega erfitt að ætla að pikka út einhverja þætti því þá breytast aðrar forsendur,“ sagði Þórdís einnig en viðtalið við hana í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.

Skýrslan 

Vinnu­hóp­ur­inn var skipaður í sept­em­ber 2016 af fram­kvæmda­stjórn ÍSÍ til að gera til­lög­ur um breyt­ing­ar á regl­um Af­reks­sjóðs ÍSÍ. Hann get­ur því ekki annað en lagt til þá niður­stöðu sem finna má í skýrsl­unni en íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar er að taka ákvörðun. Til þess gæti þurft að fara í laga­breyt­ing­ar enda víða komið við í skýrsl­unni en vænt­an­lega tek­ur fram­kvæmda­stjórn ÍSÍ skýrsl­una fyr­ir áður en lengra er haldið. 

Mik­il vinna ligg­ur að baki skýrsl­unni en vinnu­hóp­ur­inn fundaði með ýms­um aðilum inn­an íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar auk þess að kynna sér sér­stak­lega vinnu­lag vegna af­reksmála í Dan­mörku, Nor­egi og Hollandi. Þá voru álits­gjaf­ar fengn­ir sem ráðgef­andi aðilar en marg­ir þeirra hafa um­tals­verða reynslu af af­reks­starfi er­lend­is. Þessi aðilar eru: 

Bjarni Friðriks­son, bronsverðlauna­hafi á Ólymp­íu­leik­um, júdóþjálf­ari
Dag­ur Sig­urðsson, þjálf­ari þýska/​jap­anska karla­landsliðsins í hand­knatt­leik
Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir, knatt­spyrnuþjálf­ari í Svíþjóð
Erl­ing­ur Jó­hanns­son, pró­fess­or við Há­skóla Íslands og há­skól­ann í Ber­gen, Nor­egi
Ey­leif­ur Jó­hann­es­son, sundþjálf­ari í Dan­mörku
Guðmund­ur Guðmunds­son, þjálf­ari danska karla­landsliðsins í hand­knatt­leik
Guðmund­ur Þ. Harðar­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari í sundi
Gunn­ar Páll Jóakims­son frjálsíþróttaþjálf­ari
Harpa Óskars­dótt­ir, yf­ir­maður ung­linga­landsl. í áhaldafiml. hjá sænska fim­leika­sam­band­inu
Heim­ir Hall­gríms­son, landsliðsliðsþjálf­ari í knatt­spyrnu
Hrann­ar Hólm, körfuknatt­leiksþjálf­ari og fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari Dan­merk­ur
Ingi Þór Ein­ars­son, aðjúnkt við Há­skól­ann í Reykja­vík, sundþjálf­ari
Krist­inn Björns­son, skíðaþjálf­ari í Nor­egi
Úlfar Jóns­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari í golfi
Vé­steinn Haf­steins­son, frjálsíþróttaþjálf­ari í Svíþjóð
Þórir Her­geirs­son, þjálf­ari norska kvenna­landsliðsins í hand­knatt­leik

Þórdís Gísladóttir
Þórdís Gísladóttir mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert