Tiger komst örugglega áfram

Tiger Woods fagnar pútti á Augusta National í kvöld.
Tiger Woods fagnar pútti á Augusta National í kvöld. AFP

Tiger Woods, fyrrverandi fremsti kylfingur heims, komst af öryggi í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu á Augusta National vellinum í kvöld.

Tiger lék hringinn á 69 höggum, þremur undir pari vallarins, og er þar með á tveimur höggum undir pari samanlagt. Hann er í 18.-23. sæti sem stendur. Niðurskurðurinn miðast við að leika á tveimur höggum yfir pari eða betur, eins og staðan er núna. 

Þar dansar Rory McIlroy frá Norður-Írlandi á línunni en hann er á tveimur höggum yfir pari og á enn eftir að ljúka sex holum í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert