Ásgeir átti stórleik með GOG í jafntefli við Portland

Ásgeir Örn Hallgrímsson lék mjög vel með GOG í jafnteflisleik …
Ásgeir Örn Hallgrímsson lék mjög vel með GOG í jafnteflisleik við spænska liðið Portland San Antonio í meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld. MATTHIAS INGIMARSSON

Ásgeir Örn Hallgrímsson átti stórleik með danska meistaraliðinu GOG þegar það varð að sætta sig við jafntefli við spænska stórliðið Portland San Antonio, 29:29, í Fyns Arena á Fjóni í kvöld að viðstöddum um 3.000 áhorfendum. GOG var með tveggja marka forskot, 29:27, þegar skammt var til leiksloka en endaspretturinn var spænska liðsins sem skoraði tvö síðustu mörkin. Bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í handknattleik með þessu úrslitum. Portland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir GOG og náði ekki alveg að sýna sitt rétta andlit en var eigi að síður tekinn úr umferð síðasta stundarfjórðung leiksins. Ásgeir stóð sig hins vegar frábærlega því auk þess að skora sjö mörk þá lék hann samherja sína uppi og var einnig sem klettur í vörninni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert