Með leynivopn gegn Svíum

Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, segist vera bjartsýnn um að Íslendingar fari með sigur af hólmi þegar þeir mæta Svíum í upphafsleik, á Evrópumóti landsliða í Þrándheimi í Noregi. Þjálfarinn ætlar að koma með nýtt útspil – segist vera með leynivopn uppi í erminni.

Fréttastofan náði tali af Alfreð rétt fyrir æfingu liðsins í morgun og sagði hann liðsandann góðan. Hann blæs á margumtalaða Svíagrýlu, en segir að vissulega þurfi íslenska liðið að halda vel á spöðunum.

Bein textalýsing á leiknum verður á mbl.is, en hann hefst klukkan 19:15 að íslenskum tíma.

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert