Tekur ákveðna áhættu

Vel gekk á æfingu hjá íslenska landsliðinu í handknattleik í dag og mun Ólafur Stefánsson, sem hefur verið frá vegna meiðsla, spila með liðinu í milliriðli í EM gegn Þjóðverjum á morgun – sem er fyrsti leikurinn af þremur í riðlinum.

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari, segir Ólaf afar mikilvægan fyrir liðsheildina og mikill styrkur sé að fá hann aftur til leiks. Óvíst sé þó hversu lengi hann verði inni á vellinum. Ólafur tekur ákveðna áhættu með því að spila með, því tognunin sem hann stríðir við, gæti tekið sig upp.

Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert