Pastor hættir með spænska landsliðið

Juan Carlos Pastor hefur sagt lausu starfi sínu sem landsliðsþjálfari Spánar í handknattleik. Hann hefur verið landsliðsþjálfari í fjögur ár og undir hans stjórn urðu Spánverjar heimsmeistarar í fyrsta sinn á HM í Túnis fyrir þremur árum.

Pastor verður áfram við stjórnvölin hjá Valladolid en hann hefur sinnt þjálfun liðsins samhliða landsliðsþjálfarastafinu.

Þá hefur markvörðurinn þrautreyndi, David Barrufet, ákveðið að hætta að leika með spænska landsliðinu og einbeita sér að því að leika með Barcelona.  Átján eru liðin síðan Barrufet lék sinn fyrsta landsleik. 

Spánverjar eru ekki á flæðiskeri staddir með handknattleiksmarkverði. Jose Hombrados ætlar að halda sínu striki með landsliðinu auk þess sem Serbinn Arpad Sterbik verður löglegur með spænska landsliðinu áður en heimsmeistaramótið í handknattleik hefst í Króatíu 16. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert