Rúmenskur landsliðsmaður stunginn til bana

Úr leik Vesprém og Ciudad Real.
Úr leik Vesprém og Ciudad Real. Reuters

Rúmenski landsliðsmaðurinn í handknattleik, Marian Cozma, var stunginn til bana á næturklúbbi í Ungverjalandi í nótt og tveir félagar hans úr Veszprém liðinu slösuðust.

Cozma var stunginn með hnífi í hjartastað og lést áður en hann komst á sjúkrahús. Ivan Pesic, markvörður Veszprém, reyndi að koma félaga sínum til hjálpar en hann var stunginn í bakið og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann fór í aðgerð og annað nýra hans var fjarlægt. Þá var Serbinn Zarko Sesum sparkaður og laminn það illa að hann missti meðvitund og var fluttur á sjúkrahús, hann er nú úr lífshættu.

Talsmaður Veszprém segir að þeir félagar hafi verð á næturklúbbi og að Cozma hafi verið á dansgólfinu ásamt unnustu sinni þegar hópur manna réðst að honum, talið er að um 30 manns hafi verið þarna að verki og er þeirra nú leitað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert