Guðlaugur skoraði og FCK á toppinn

Guðlaugur Arnarsson skoraði eitt mark fyrir FCk í gærkvöldi.
Guðlaugur Arnarsson skoraði eitt mark fyrir FCk í gærkvöldi. Heimasíða Malmö

Dönsku handknattleiksmeistararnir FCK frá Kaupmannahöfn unnu í gærkvöldi Århus GF, 31:28, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, en leikið var í Árósum. Guðlaugur Arnarsson skoraði eitt marka FCK í leiknum en Arnór Atlason lék ekki með vegna meiðsla í hné. Með sigrinum komst FCK á topp deildarinnar, hefur 38 stig þegar tvær umferðir eru eftir, er stigi á undan AaB frá Álaborg og Bjerringbro/Silkeborg.

Árósar-liðið má hins vegar muna sinn fífil fegri. Það situr í 10. sæti og kemst að öllum líkindum ekki í úrslitakeppni átta efstu liða um danska meistaratitilinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert