Kadetten kemur áfram á óvart

Björgvin Páll Gústavsson gæti komist í Meistaradeildina með svissneska liðinu.
Björgvin Páll Gústavsson gæti komist í Meistaradeildina með svissneska liðinu. mbl.is/Brynjar Gauti

Björgvin Páll Gústafsson landsliðsmarkvörður í handknattleik og félagar hans í svissneska liðinu Kadetten koma áfram á óvart í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þeir gerðu jafntefli við Ademar León á Spáni, 27:27, og eru efstir fyrir lokaumferð keppninnar á morgun. Lemgo tapaði hinsvegar öðru sinni, 27:28 gegn Celje Lasko, og er úr leik.

Liðin fjögur slást um eitt sæti í Meistaradeild Evrópu og fyrir leiki morgundagsins eru Kadetten og Ademar León með 3 stig, Celje Lasko 2 en Lemgo ekkert. Kadetten mætir Celje Lasko og Ademar León leikur við Lemgo.

Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo í kvöld en Logi Geirsson leikur ekki með liðinu í keppninni vegna meiðsla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert