Erfiður vetur framundan hjá Gróttu

Grótta vann 1. deildina síðasta vetur.
Grótta vann 1. deildina síðasta vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Grótta keppir nú í fyrsta sinn í tólf ár algjörlega undir eigin merki í efstu deild karla í handknattleik. Eftir að Grótta féll úr efstu deild vorið 1997 var liði félagsins slegið saman við handknattleikslið KR.

Sameiginlegt lið félaganna átti sæti í úrvalsdeild fram til ársins 2005. Eftir að upp úr samstarfinu slitnaði lét Grótta það vera að senda karlalið til keppni á Íslandsmótinu í meistaraflokki haustið 2006 en eftir það var þráðurinn tekinn upp á ný. Ákveðið var að byggja upp frá grunni á heimaöldum Gróttumönnum og gefa þeim tíma. Í vor vann Grótta síðan öruggan sigur í 1. deild og tryggði sér sæti á meðal þeirra átta bestu á nýjan leik.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er fjallað ítarlega um lið Gróttu og möguleika þess á komandi tímabili, rætt við Halldór Ingólfsson þjálfara og farið yfir leikmannahópinn og breytingar á honum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert