Kári Kristján með fjögur

Kári Kristján Kristjánsson í opnu færi.
Kári Kristján Kristjánsson í opnu færi. Kristinn Ingvarsson

Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir SG GC Amicitia Zürich þegar liðið vann átta marka sigur á HC Kriens-Luzern, 32:24, í svissnesku A-deildinni í handknattleik en leikurinn markaði upphaf sjöundu umferð deildarinnar.

Þessi öruggi sigur kom nokkuð á óvart  þar leikurinn fór fram á heimavelli  HC Kriens-Luzern sem var fyrir leikinn var taplaust í efsta sæti deildarinnar ásamt Kadetten, liði Björgvins Páls Gústavssonar, landsliðsmarkvarðar.

 Amicitia Zürich er í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig þegar sjö leikir eru að baki. Á laugardaginn leikur Amicitia Zürich í fyrstu umferð riðlakeppni meistaradeildarinnar. Þá taka Kári og félagar á móta spænska stórliðinu Barcelona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert