Mætir íslenska bronsliðið þreföldum meisturum í Egilshöll?

Ólafur Stefánsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson leika e.t.v. …
Ólafur Stefánsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson leika e.t.v. við Frakka í Egilshöll í apríl. Kristinn Ingvarsson

Til athugunnar  er að báðir vináttulandsleikir Íslendinga við heims., Evrópu,-og ólympíumeistara Frakka í handknattleik karla, sem fram fara hér á landi  16. og 17. apríl, verði háðir í Egilshöll. Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hefur óskað eftir tilboði frá sænsku fyrirtæki um leigu á sætum fyrir 7.000 áhorfendur og sérstöku keppnisgólfi fyrir handknattleik sem hægt væri að setja upp í Egilshöllinni vegna leikjanna.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, vonast til að svar berist frá Svíunum í vikunni og þá liggur fyrir hvort þessi framkvæmd borgar sig eða ekki. „Ef af verður þá kemur allur pakkinn frá Svíunum í nokkrum gámum. Það tekur síðan nokkra daga að setja þetta upp í Egilshöll," segir Einar. 

Einar segist ekki óttast að geta ekki selt 7.000 miða á aðra eins stórleiki og framundan eru við Frakka þar sem áhugi almennings fyrir íslenska handknattleikslandsliðinu er mikill. Á síðustu árum hafi færri en viljað komist að í Laugardalshöll þegar íslenska landsliðið hefur att þar kappi gegn stórþjóðum í undankeppni HM og EM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert