Valur Íslandsmeistari eftir 27 ára bið

Valsliðið fagnaði sigri á Íslandsmótinu í handbolta kvenna eftir 27 …
Valsliðið fagnaði sigri á Íslandsmótinu í handbolta kvenna eftir 27 ára bið. mbl.is/Eggert

Valur varð Íslandsmeistari handknattleik kvenna fyrir stundu eftir sigur á Fra, 26:23, í fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli Fram en framlengja varð leikinn til þess að knýja fram úrslit. Þar með er 27 ára bið Valsara eftir Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki á enda.

Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10/3, Pavala Nevarilova 4, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4, Stella Sigurðardóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Marthe Sördal 1.
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18 (þaraf 7 til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 12/7, Íris Ásta Pétursdóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Kristín Guðmundsdóttir 2.
Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 22/2 (þaraf 4 til mótherja).
Utan vallar: 8 mínútur.

70. Valsliðið var mun ákveðnara í framlengingunni auk þess sem Berglind Íris Hansdóttir lokaði markinu fyrir skotum Framkvenna. Lokatölur 26:23, Val í vil og leikmenn dansa sannkallaðann stríðsdans á gólfi íþróttahússins.

65. Valur er yfir, 24:23. Fram skoraði fyrsta mark leikhlutans er Valur svaraði með tveimur og byrjar með boltann í síðari hlutanum.

Nú tekur við framlenging í 2x5 mínútur. Fram byrjar með boltann.

60. Framlengja verður leikinn til þess að knýja fram sigur á annan hvorn veginn. Staðan er 22:22. Íris Ásta Pétursdóttir jafnaði metin fyrir Val sex sekúndum fyrir leikslok. Fram var komið með tveggja marka forskot um tíma, 21:19, og átti möguleika á að komast þremur mörkum yfir. Þá skaut Karen Knútsdóttir framhjá markinu Vals eftir hraðaupphlaup. Berglind Íris Hansdóttir varði kæruleysislegt vítakast Karenar tveimur og hálfri mínútu fyrir leikslok, en Karen reyndi að vippa yfir Berglindi.
Karen er með 10 mörk fyrir Fram og er markahæst. Hjá Val er Hrafnhildur markahæst með 9 mörk.

52. Fram er komið yfir í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4:3. Karen Knútsdóttir var að skora eftir hraðaupphlaup. Valur tekur leikhlé og ráða ráðum sínum. Rúmar átta mínútur eftir og spennan gríðarleg. Ætlar Fram að takast að knýja fram oddaleik?

47. Karen Knútsdóttir var að jafna metin fyrir Fram úr vítakasti. Staðan er 16:16.

42. Framliðið hefur með mikill baráttu náð að minka muninn í eitt mark þrátt fyrir að helsta skytta liðsins, Stella Sigurðardótir, sé utan vallar. Fram gat jafnað metin fyrir andartaki en lánaðist það ekki. Berglind Íris markvörður Vals, varði vítakast frá Karen.  Staðan er 15:14, Val vil, spennan er mikil og leikurinn frábær auglýsing fyrir handknattleik.

37. Leikurinn hefur verið stöðvaður vegna meiðsla Stellu Sigurðardóttur. Hún fékk högg á höfuðið og er verið að huga ða henni af sjúkraþjálfurum Fram og Vals. Hún er nú borin af leikvelli í börum. Vonandi er þetta ekki alvarlegt. Staðan er 13:11, fyrir Fram sem tókst að skora tvö mörk gegn engu á meðan liðið var einu fleiri.  Nú er aftur jafnt í liðum.

32. Íris Ásta Pétursdóttir skorar fyrsta mark síðar hálfleiks. Ekki vænkast hagur Fram-liðsins við það. Staðan er 13:9, Val í vil.

30. Stórskemmtilegum fyrri hálfleik er lokið í gríðarlegri stemningu. Valur er þremur mörkum yfir, 12:9. Liðið átti síðustu sókn hálfleiksins en tókst ekki að bæta við forskot sitt. Valsliðið hefur verið manni færra síðustu fjórar mínútur. Fram hefur ekki tekist að nýta sér það sem skildi. Ljóst er að ef Fram ætlar að knýja fram oddaleik í þessu einvígi og komast hjá því að Valur tekur á móti Íslandsbikarnum í Safamýri verður liðið að stórbæta sóknarleik sinn.
Karen Knútsdóttir er markahæst hjá Fram með þrjú mörk. Hrafnhildur Skúladóttir er markahæst hjá Val með fjögur mörk.
Berglind Íris Hansdóttir hefur varið 11 skot í marki Vals og Íris Björk Símonardóttir átta skot í marki Fram.

25. Valur tekur leikhlé. Fjórar sóknir liðsins í röð hafa farið út um þúfur. Fram hefur ekki tekist að nýta sér það sem skildi og aðeins skorað tvö mörk úr fjórum síðustu sóknum sínum. Staðan er 10:7, Val í vil.

20. Mikil barátta í leiknum og Framarar reyna að komast inn í hann á nýjan leik. Valsmenn stjórna hinsvegar leiknum og gefa sitt ekkert eftir. Fram var að missa Marthe Sördal af leikvelli í tvær mínútur.

14. Fram tekur leikhlé. Eftir frábæra byrjun hafa vopnin algjörlega snúist í höndum Framara og Valur tekið öll völd á vellinum og m.a. skorað sjö síðustu mörkin. Staðan nú, 8:4, fyrir Val. Sóknarleikur Fram er í molum auk þess sem Berglind Íris Hansdóttir hefur varið vel, en mörg skot Framara hafa verið máttlítil.

9. Leikmenn Vals létu slæma byrjun ekki slá sig út af laginu. Þeir hafa nú jafnað metin eftir nokkrar yfirvegaðar sóknir. Þá hefur Valur brugðið á það ráð að taka Karen Knútsdóttur úr um umferð í liði Fram en hún fór á kostum á fyrstu mínútunum. Staðan nú, 4:5, fyrir Val.

6. Meiri stemning í Fram-liðinu  á upphafsmínútunum. Vörnin góð og það hefur skilað hraðaupphlaupum. Geysileg stemning er á leiknum og að giska 500 til 600 áhorfendur sem taka þátt í leiknum af lífi og sá og setja skemmtilegan svip á umgjörð leiksins.

Dómarar leiksins verða Hafsteinn Ingibergsson og Gísli H. Jóhannsson.

Karen Knútsdóttir, sækir að Hrafnhildi Skúladóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, …
Karen Knútsdóttir, sækir að Hrafnhildi Skúladóttur og Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, leikmönnum Vals. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert