Hef bara góða tilfinningu

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. mbl.is/Kristinn

„Eftir að hafa séð til íslenska liðsins í leiknum við Þjóðverja í Laugardalshöllinni hef ég bara góða tilfinningu fyrir leiknum á sunnudaginn,“ sagði Dagur Sigurðsson, fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Dagur er sem kunnugt er þjálfari þýska liðsins Füchse Berlin og hefur gert frábæra hluti en mikil spenna er í Þýskalandi fyrir síðari viðureign Þjóðverja og Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Halle í Þýskalandi á sunnudaginn.

„Það er helst að ég hafi áhyggjur af því að Holger Glandorf mun koma inn í þýska liðið en Þjóðverjarnir söknuðu hans sárt í leiknum í Reykjavík. Hann mun styrkja lið Þjóðverjanna enda mjög öflugur þegar hann hittir á góðan leik. Hann reyndist íslenska liðinu erfiður þegar Þjóðverjarnir unnu okkur á HM,“ sagði Dagur.

Nánar er rætt við Dag í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert