Eyjamenn fengu sex mörk á sig fyrir hlé

Pétur Pálsson var markahæstur Eyjamanna í dag.
Pétur Pálsson var markahæstur Eyjamanna í dag. Ljósmynd/Júlíus G. Ingason

ÍBV vann í dag þriggja marka sigur á Víkingum, 22:19, í 1. deildinni í handknattleik. Eyjamenn voru fimm mörkum yfir í leikhléi, 11:6.

Línumaðurinn öflugi Pétur Pálsson sem kom til ÍBV frá Danmörku í sumar var markahæstur í liðinu með 6 mörk og gamla brýnið Sigurður Bragason skoraði fimm mörk.

Hjá gestunum var Benedikt Karl Karlsson markahæstur með fjögur mörk.

Sitt hvað virðist hafa gengið á í leiknum því samkvæmt leikskýrslu fengu tveir leikmanna Víkings beint rautt spjald í seinni hálfleiknum, þeir Sigurður Örn Karlsson og Arnar Freyr Theodórsson.

ÍBV hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í deildinni en þetta var fyrsta tap Víkinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert