Eyjakonur á flugi eftir áramótin og ætla að halda því áfram

Drífa Þorvaldsdóttir skorar fyrir ÍBV.
Drífa Þorvaldsdóttir skorar fyrir ÍBV. mbl.is/Ómar

ÍBV leikur sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sex ár þegar liðið mætir Val í úrslitaleik Eimskipsbikarkeppni kvenna í handknattleik í Laugardalshöllinni á laugardaginn.

Þórsteina Sigurbjörnsdóttir hefur verið atkvæðamikil í undanförnum leikjum en hún var í ÍBV-liðinu sem varð bikarmeistari 2004 eftir sigur á Haukum 35:32 í úrslitaleik.

„Það er orðið nokkuð langt síðan og við erum orðin rosa spennt. Stemningin er mjög góð, bæði í félaginu og á eyjunni. Það fylgjast allir með þessu og spennan er virkilega mikil. Þetta er náttúrlega skemmtilegasti leikurinn á tímabilinu. Þetta er öðruvísi leikur og leikur þar sem allt getur gerst,“ sagði Þórsteina þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gær og hún segir stefnt að því að fara upp á land á morgun.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert