Björgvin Þór markahæstur í deildinni

Björgvin Þór er búinn að vera iðinn við kolann í …
Björgvin Þór er búinn að vera iðinn við kolann í vetur. Árni Sæberg

Björgvin Þór Hólmgeirsson, leikmaður ÍR í Olís-deild karla í handknattleik, skoraði flest mörk deildarkeppninnar. Afrekið er sérstaklega gott í ljósi þess að hann missti af síðustu leikjum liðsins.

Björgvin Þór skoraði 168 mörk, eða að meðaltali átta mörk í hverjum leik, og er með sex marka forystu á næsta mann, Eyjamanninn Theódór Sigurbjörnsson. Sá þriðji í röðinni er Kristján Orri Jóhannsson, hornamaður Akureyrar, með 151 mörk.

Lokaumferð deildarinnar fór fram í gær en átta liða úrslitin hefjast þriðjudaginn 7. apríl.

Markahæstu leikmenn Olís-deildar karla:

1. Björgvin Þór Hólmgeirsson – ÍR – 168 mörk – 22 leikir
2. Theódór Sigurbjörnsson – ÍBV – 162 mörk – 27 leikir
3. Kristján Orri Jóhannsson -  Akureyri – 151 mörk – 27 leikir
4. Egill Magnússon – Stjarnan – 137 mörk – 24 leikir
5. Magnús Óli Magnússon – FH – 135 mörk – 26 leikir
6. Þorgrímur Smári Ólafsson – HK – 120 mörk – 27 leikir
7. Jóhann Gunnar Einarsson - Afturelding – 118 mörk -25 leikir
8. Geir Guðmundsson – Valur – 117 mörk – 26 leikir
9. Arnar Birkir Hálfdánsson – ÍR – 117 mörk – 27 leikir
10. Garðar Benedikt Sigurjónsson – Fram – 113 mörk – 27 leikir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert