Verður geggjað ævintýri

Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins og þýska liðsins Bergsicher …
Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins og þýska liðsins Bergsicher HC. AFP

„Það er mikil gleði í okkar herbúðum og söguleg stund í félaginu,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Gústavsson við Morgunblaðið en lið hans og Arnórs Þórs Gunnarssonar, Bergischer, tryggði sér í fyrrakvöld sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar, Final Four, með því að vinna sigur á Minden.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Bergischer kemst í undanúrslit bikarsins en saga liðsins er stutt. Wuppertal og Solingen voru sameinuð í eitt lið árið 2006 og var útkoman því að stofna Bergischer. Eins og undanfarin ár verður spilað í undanúrslitum og úrslitunum á „Final Four“ í Hamborg um mánaðamótin apríl maí en í undanúrslitunum eru auk Bergischer lið Rhein-Neckar Löwen, Magdeburg og Flensburg.

„Þetta var ekta bikarleikur þar sem allt var í járnum og sigurmarkið skorað á lokasekúndunum. Þetta var risastór áfangi hjá svona ungu félagi og gríðarlega gott tækifæri til að komast á hærri stall. Maður hefur fylgst með „Final Four“ helginni í sjónvarpinu undanfarin ár og hefur dreymt um að komast þangað og nú er það orðið að veruleika. Það verður mikil upplifun fyrir okkur að taka þátt í þessari veislu og geggjað ævintýri,“ sagði Björgvin.

Ýtarlegt viðtal er við Björgvin Pál í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert