Annar sigur Gróttu

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Gróttu, býr sig undir að skjóta á …
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Gróttu, býr sig undir að skjóta á markið. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Grótta vann sinn annan sigur í Olísdeild kvenna í handbolta í dag er þær höfðu betur gegn ÍBV á Nesinu. Lokatölur urðu 25:20 í hröðum leik og stórskemmtilegum leik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Heimakonur í Gróttu byrjuðu betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Þær héldu svo yfirhöndinni og komust mest fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik og var staðan 10:6 þegar tíu mínútur voru eftir af honum.

Þá kom fínn kafli hjá Eyjakonum sem minnkuðu muninn hægt og rólega. Hann var kominn niður í eitt mark fyrir hálfleik og var staðan í leiklhléi 13:12, Gróttu í vil. Gróttukonur voru væntanlega ósáttar við að munurinn var ekki meiri í hálfleik en þær gerðu sig sekar um fjölda mistaka í sóknarleik sínum og hefði forskotið hæglega getað verið meira.

Gróttukonur voru miklu betri en ÍBV og í seinni hálfleik náðu þær fljótlega fínu forskoti en ÍBV skoraði ekki í rúmar tíu mínútur um miðjan hálfleikinn. Grótta nýtti sér það og komst í 22:15 en því forskoti náði ÍBV aldrei að ógna og því fór sem fór.

Grótta 25:20 ÍBV opna loka
60. mín. Guðbjörg Guðmannsdóttir (ÍBV) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert