Ísland skoraði 50 og er nánast komið á HM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er í góðum málum eftir fyrri leik sinn við það eistneska í umspili um sæti á HM 2025 í Laugardalshöllinni í kvöld. Fer mótið fram í Noregi, Danmörku og Króatíu.

Ísland var mun sterkari aðilinn og vann gríðarlega öruggan sigur, 50:25. Seinni leikurinn fer fram á laugardaginn í Tallinn í Eistlandi klukkan 15.

Íslenska liðið byrjaði af gríðarlegum krafti og var staðan 7:2 eftir átta mínútur. Íslensku leikmennirnir héldu áfram að keyra á gestina á meðan liðið varðist vel fyrir framan sterkan Björgvin Pál Gústavsson hinum megin.

Ómar Ingi Magnússon var óstöðvandi í fyrri hálfleiknum, skoraði tíu mörk og lagði upp nokkur til viðbótar. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom næstur með fimm mörk og Elliði Snær Viðarsson fjögur.

Munaði fjórtán mörkum í hálfleik og þegar orðið ljóst að Ísland væri á leiðinni á enn eitt heimsmeistaramótið.

Íslenska liðið hélt áfram að raða inn mörkum í seinni hálfleik og var staðan 38:19 þegar hann var hálfnaður. Að lokum munaði 25 mörkum, 50:25, og einvígið svo gott sem unnið.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Ísland 50:25 Eistland opna loka
60. mín. Óðinn Þór Ríkharðsson (Ísland) skoraði mark Glæsilegt spil og magnaður snúningur hjá Óðni. Stórglæsilegt mark. Enn séns á að ná 50!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert