Kemst landsliðið Krýsuvíkurleiðina?

Guðjón Valur Sigurðsson í hörðum slag gegn Þjóðverjum.
Guðjón Valur Sigurðsson í hörðum slag gegn Þjóðverjum. mbl.is/Golli

Þrátt fyrir að íslenska landsliðið í handknattleik hafi aðeins tapað einum af fyrstu sex leikjum sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð stendur liðið engu að síður frammi fyrir mjög erfiðri leið til að komast í undanúrslit mótsins. Ísland þarf á þremur stigum að halda gegn Spánverjum og Frökkum í síðustu tveimur leikjum sínum í milliriðlinum til þess að eiga möguleika á því að spila um verðlaun líkt og liðið hefur gert á síðustu tveimur stórmótum sem það hefur tekið þátt í.


Með styrkleika Frakka og Spánverja í huga má segja að það sé sannkölluð Krýsuvíkurleið inn í undanúrslitin að þurfa sigur og jafntefli gegn þessum þjóðum. Íslenska liðið hefur nú hins vegar oft farið þá leið og jafnframt hafa landsliðsmennirnir oft risið upp á afturlappirnar eftir áföll eins og það sem þeir urðu fyrir á laugardaginn.

Sjá nánar pistil Kristjáns í íþróttablaði Morgunblaðsins og ítarlega umfjöllun þar um HM í Svíþjóð.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert