„Fyrri hálfleikur liðinu ekki samboðinn“

Guðmundur Þórður Guðmundsson,
Guðmundur Þórður Guðmundsson, mbl.is/Golli

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var eðlilega svekktur með frammistöðuna í fyrri hálfleik gegn Spánverjum og sagði hana ekki samboðna íslenska liðinu.

„Ég er auðvitað verulega vonsvikinn með fyrri hálfleikinn á öllum sviðum og hann var ekki liðinu samboðinn. Ég byrjuðum hrikalega illa sóknarlega og fengum á okkur alltof mörg hraðaupphlaup. Við hlupum seint og illa til baka. Varnarleikurinn var heldur ekki góður þó svo hann hafi verið skárri en sóknarleikurinn. Fátt féll með okkur í fyrri hálfleik og sem dæmi þá voru dómararnir fjórum sinnum komnir með höndina á loft til merkis um leiktöf þegar Spánverjar hittu í skeytin. Eitt og annað gerði okkur lífið leitt en við spiluðum mjög illa og Spánverjarnir frábærlega.

Nánar er rætt við Guðmund í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag og fjallað ítarlega um stöðu mála hjá íslenska liðinu á HM.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert