Ástralar unnu í framlengingu

Það var hart tekist á í leik Ástralíu og Serbíu.
Það var hart tekist á í leik Ástralíu og Serbíu. Ljósmynd/Sorin Pana

Fyrsta leiknum er lokið í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí sem fram fer í Galati í Rúmeníu, en Ísland spilar sinn fyrsta leik gegn Spánverjum klukkan 13.30 í dag.

Ástralía og Serbía mættust í fyrsta leiknum sem var að ljúka, og voru það Ástralarnir sem höfðu betur eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3:3, en þegar rúm mínúta var eftir af framlengingunni skoruðu Ástralar gullmarkið sem réð úrslitum.

Ástralía er því með tvö stig og Serbía eitt. Ísland og Spánn mætast sem áður segir klukkan 13.30 og klukkan 17 er svo síðasti leikur fyrstu umferðar þegar Rúmenía mætir Belgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert